Réttarsátt vegna umgengnistálmana Sævar Þór Jónsson skrifar 24. október 2019 10:30 Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi, sem og víðar, og eru kennimerki þeirrar umræðu jafnan hatrammar deilur og ásakanir á víxl er aðilar kappkosta við að skipta sér í fylkingar, með eða á móti, karlar á móti konum, gerendur og þolendur, og þar fram eftir götunum. Í hita umræðunnar falla þó iðulega í gleymsku þeir hagsmunir sem í reynd skipta gjörvöllu máli, en það eru hagsmunir barnsins til að fá tækifæri til að umgangast báða foreldra sína, njóta samveru þeirra beggja og byggja upp og rækta nauðsynleg tengsl við umgengnisforeldri. Umgengnisréttur er skýlaus réttur barnsins og er af þeirri ástæðu umgengnistálmun fyrst og fremst brot á réttindum þess. Í deilumálum er varða umgengnistálmanir og rétt annars foreldris til umgengni við afkvæmi sitt er sjaldnast til að dreifa einhvers konar sigurvegara enda eru það gjarnan allir aðilar málsins, og þá einkum barnið sjálft, sem bera skarðan hlut frá borði. Engu að síður er gífurlega brýnt að aðilar eigi þess kost að leiða ágreining sinn til lykta og fá úr sínum réttindum skorið og til að tryggja að barn fái að njóta þess grundvallarréttar sem felst í samveru barna og foreldra. Mikilvægt er að foreldri sé hvatt til að virða og stuðla að því að barn njóti þeirrar umgengni sem ákveðin hefur verið enda liggi að baki rækilegt mat úrskurðaraðila um hvernig hagsmunum barns verði best borgið. Hafi þó lögboðin málsmeðferð á vegum Sýslumanns út í sandinn runnið og öll von virðist úti í ljósi yfirstandandi tálmunar kann að reynast nauðsynlegt að krefjast þess að lögmæltum þvingunarúrræðum sé beitt í því skyni að knýja fram umgengni. Á þessu stigi skiptir sköpum að vel sé vandað til verka til að tryggja að viðkomandi málsmeðferðarreglum sé fylgt og að málatilbúnaður aðila sé þess eðlis að mark á honum er tekið og þau sjónarmið sem móta stoðir hans komist til skila. Svo að umgengni verði þvinguð fram er nauðsynlegt að tiltekin skilyrði séu uppfyllt. Í fyrsta lagi ber að nefna að samningur foreldra um umgengni þarf að vera staðfestur af sýslummanni, með úrskurði sýslumanns, réttarsátt eða með dómi. Þannig nægir ekki munnlegur eða óstaðfestur samningur foreldra. Í öðru lagi verður hið augljósa skilyrði að vera uppfyllt að foreldri sem barn býr hjá tálmi umgengni, þ.e. komi í veg fyrir eða valdi því með einhverjum hætti að umgengni komist ekki til framkvæmda. Fyrst kemur til álita álagning dagsekta að kröfu þess foreldris sem tálmun beinist að. Þannig er skorað á aðila að láta af tálmunum að viðlögum dagsektum allt að 30.000 kr. fyrir hvern dag. Ágreiningur deiluaðila er þó oft og einatt svo djúptækur að úrræði þetta hrekkur ekki til. Á þessu stigi er mikilvægt að hafa það hugfast að forræði á því hve langt skuli ganga til að fullnægja umgengni með beitingu þvingunar hvílir á þeim aðila sem tálmun beinist gegn. Þannig verður aðili sjálfur að krefjast þess að fjárnám fari fram fyrir áföllnum dagsektum þrátt fyrir að dagsektir falli í greipar ríkissjóðs. Rétt er að geta þess að framangreindar aðgerðir eru nauðsynlegur undanfari þess að umgengni verði komið á með aðfarargerð. Þarft er því að aðrar leiðir séu fullreyndar áður en til þess komi að umgengni verði þvinguð fram með aðför. Á þessu stigi standa tveir valkostir til boða, annars vegar að krafa sé gerð um að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tímabili verði komið á með aðfarargerð. Hið síðarnefnda felur í sér mikilvægt nýmæli til hagræðingar fyrir þann sem beittur er tálmun að geta gengið að því vísu að heimild hans til þess að þvinga fram umgengni standi honum lengur til boða en einungis eitt skipti. Almennt er gert ráð fyrir því að heimild fyrir aðför til að knýja fram umgengni verði einungis sótt til dómstóla enda svo mælt að það sé héraðsdómari sem kveði upp úrskurð þess efnis. Nýlega rákum við þó mál fyrir hönd umbjóðanda þar sem áðurnefndar ráðstafanir höfðu verið fullreyndar. Málinu hafði verið komið til dómstóla og endanlegu ákvörðunarvaldi um afdrif málsins framselt réttinum. Í stað þess þó að fylgja máli til enda eftir hinni hefðbundnu dómstólaleið var brugðið á það ráð að leita sátta á milli aðila. Sáttaumleitanir báru árangur og gerðu aðilar málsins með sér réttarsátt. Efni réttarsáttarinnar var þó með óhefðbundnu sniði enda kvað hún á um heimild þess foreldris sem tálmun beindist gegn til að fá barn sitt tekið úr umráðum gagnaðila með beinni aðfaragerð, færi svo að tálmun hefðist á því tímabili sem réttarsáttin tók til. Þannig fól réttarsátt aðila í sér í reynd að aðfararheimild var veitt í samræmi við upphaflegar dómkröfur aðila, án þess að úrskurður þess efnis væri kveðinn upp af hálfu dómara, með þeim hætti að aðila væri heimilt að krefjast aðfarar á tilgreindu tímabili ef tálmun ætti sér stað, enda veitir réttarsátt fullnægjandi grundvöll til að krefjast aðfarar. Að aðilum sé unnt að binda endi á ágreiningsefni af þessum toga með þeim hætti sem nú hefur verið lýst felur í sér mikið réttarhagræði fyrir báða aðila. Úrræðið er til þess fallið að koma í veg fyrir aukin kostnað af málarekstri og óvissu sem honum fylgir ásamt því að úrlausn málsins, eða sáttin, er í höndum aðila og er þeim frjálst, upp að vissu marki, að ráða nánari útfærslu hennar. Í áðurnefndu máli fengu aðilar máls því tækifæri til að móta sáttargrundvöll þar sem þeir báðir gengust við tilteknum skyldum. Einnig er rétt að geta þess að á þessu stigi máls er hvati aðila til að komast að farsælu samkomulagi að jafnaði mikill og þá sérstaklega með hliðsjón af yfirvofandi fjárnámi vegna dagsekta og íþyngjandi inngrips í líf barns með aðför. Höfundi er ekki kunnugt um að málum af þessum toga hafi lokið með framangreindum hætti. Hér er vert að minnast málsforræðisreglu íslensks réttarfars en í henni felst að aðilar máls ráða yfir sakarefni, ráðstafa því og haga málsmeðferð með einhliða yfirlýsingum sínum eða gjörðum. Þó svo að um viðkvæman málaflokk sé að ræða er fátt, ef nokkuð, sem beinlínis mælir gegn því að málum sé ráðið til lykta með þessum hætti, þ.e. réttarsátt, enda er lögmætt að gera hana, efni hennar skýrt og tækt að efna hana. Óskandi væri að fleiri málum í þessum málaflokki, séu þau á annað borð komin til dómstóla, væru ráðin til lykta á þennan máta. Einstaklega mikilvægt er þó að vel sé vandað til verka við gerð slíkra réttarsátta og að efni þeirra sé skýrt þannig að um gilda aðfararheimild sé að ræða sem hægt er að fullnusta, sem og að skyldur aðila séu nákvæmlega afmarkaðar, fari svo að vanefnd beri að garði.Höfundur er lögmaður/MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi, sem og víðar, og eru kennimerki þeirrar umræðu jafnan hatrammar deilur og ásakanir á víxl er aðilar kappkosta við að skipta sér í fylkingar, með eða á móti, karlar á móti konum, gerendur og þolendur, og þar fram eftir götunum. Í hita umræðunnar falla þó iðulega í gleymsku þeir hagsmunir sem í reynd skipta gjörvöllu máli, en það eru hagsmunir barnsins til að fá tækifæri til að umgangast báða foreldra sína, njóta samveru þeirra beggja og byggja upp og rækta nauðsynleg tengsl við umgengnisforeldri. Umgengnisréttur er skýlaus réttur barnsins og er af þeirri ástæðu umgengnistálmun fyrst og fremst brot á réttindum þess. Í deilumálum er varða umgengnistálmanir og rétt annars foreldris til umgengni við afkvæmi sitt er sjaldnast til að dreifa einhvers konar sigurvegara enda eru það gjarnan allir aðilar málsins, og þá einkum barnið sjálft, sem bera skarðan hlut frá borði. Engu að síður er gífurlega brýnt að aðilar eigi þess kost að leiða ágreining sinn til lykta og fá úr sínum réttindum skorið og til að tryggja að barn fái að njóta þess grundvallarréttar sem felst í samveru barna og foreldra. Mikilvægt er að foreldri sé hvatt til að virða og stuðla að því að barn njóti þeirrar umgengni sem ákveðin hefur verið enda liggi að baki rækilegt mat úrskurðaraðila um hvernig hagsmunum barns verði best borgið. Hafi þó lögboðin málsmeðferð á vegum Sýslumanns út í sandinn runnið og öll von virðist úti í ljósi yfirstandandi tálmunar kann að reynast nauðsynlegt að krefjast þess að lögmæltum þvingunarúrræðum sé beitt í því skyni að knýja fram umgengni. Á þessu stigi skiptir sköpum að vel sé vandað til verka til að tryggja að viðkomandi málsmeðferðarreglum sé fylgt og að málatilbúnaður aðila sé þess eðlis að mark á honum er tekið og þau sjónarmið sem móta stoðir hans komist til skila. Svo að umgengni verði þvinguð fram er nauðsynlegt að tiltekin skilyrði séu uppfyllt. Í fyrsta lagi ber að nefna að samningur foreldra um umgengni þarf að vera staðfestur af sýslummanni, með úrskurði sýslumanns, réttarsátt eða með dómi. Þannig nægir ekki munnlegur eða óstaðfestur samningur foreldra. Í öðru lagi verður hið augljósa skilyrði að vera uppfyllt að foreldri sem barn býr hjá tálmi umgengni, þ.e. komi í veg fyrir eða valdi því með einhverjum hætti að umgengni komist ekki til framkvæmda. Fyrst kemur til álita álagning dagsekta að kröfu þess foreldris sem tálmun beinist að. Þannig er skorað á aðila að láta af tálmunum að viðlögum dagsektum allt að 30.000 kr. fyrir hvern dag. Ágreiningur deiluaðila er þó oft og einatt svo djúptækur að úrræði þetta hrekkur ekki til. Á þessu stigi er mikilvægt að hafa það hugfast að forræði á því hve langt skuli ganga til að fullnægja umgengni með beitingu þvingunar hvílir á þeim aðila sem tálmun beinist gegn. Þannig verður aðili sjálfur að krefjast þess að fjárnám fari fram fyrir áföllnum dagsektum þrátt fyrir að dagsektir falli í greipar ríkissjóðs. Rétt er að geta þess að framangreindar aðgerðir eru nauðsynlegur undanfari þess að umgengni verði komið á með aðfarargerð. Þarft er því að aðrar leiðir séu fullreyndar áður en til þess komi að umgengni verði þvinguð fram með aðför. Á þessu stigi standa tveir valkostir til boða, annars vegar að krafa sé gerð um að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tímabili verði komið á með aðfarargerð. Hið síðarnefnda felur í sér mikilvægt nýmæli til hagræðingar fyrir þann sem beittur er tálmun að geta gengið að því vísu að heimild hans til þess að þvinga fram umgengni standi honum lengur til boða en einungis eitt skipti. Almennt er gert ráð fyrir því að heimild fyrir aðför til að knýja fram umgengni verði einungis sótt til dómstóla enda svo mælt að það sé héraðsdómari sem kveði upp úrskurð þess efnis. Nýlega rákum við þó mál fyrir hönd umbjóðanda þar sem áðurnefndar ráðstafanir höfðu verið fullreyndar. Málinu hafði verið komið til dómstóla og endanlegu ákvörðunarvaldi um afdrif málsins framselt réttinum. Í stað þess þó að fylgja máli til enda eftir hinni hefðbundnu dómstólaleið var brugðið á það ráð að leita sátta á milli aðila. Sáttaumleitanir báru árangur og gerðu aðilar málsins með sér réttarsátt. Efni réttarsáttarinnar var þó með óhefðbundnu sniði enda kvað hún á um heimild þess foreldris sem tálmun beindist gegn til að fá barn sitt tekið úr umráðum gagnaðila með beinni aðfaragerð, færi svo að tálmun hefðist á því tímabili sem réttarsáttin tók til. Þannig fól réttarsátt aðila í sér í reynd að aðfararheimild var veitt í samræmi við upphaflegar dómkröfur aðila, án þess að úrskurður þess efnis væri kveðinn upp af hálfu dómara, með þeim hætti að aðila væri heimilt að krefjast aðfarar á tilgreindu tímabili ef tálmun ætti sér stað, enda veitir réttarsátt fullnægjandi grundvöll til að krefjast aðfarar. Að aðilum sé unnt að binda endi á ágreiningsefni af þessum toga með þeim hætti sem nú hefur verið lýst felur í sér mikið réttarhagræði fyrir báða aðila. Úrræðið er til þess fallið að koma í veg fyrir aukin kostnað af málarekstri og óvissu sem honum fylgir ásamt því að úrlausn málsins, eða sáttin, er í höndum aðila og er þeim frjálst, upp að vissu marki, að ráða nánari útfærslu hennar. Í áðurnefndu máli fengu aðilar máls því tækifæri til að móta sáttargrundvöll þar sem þeir báðir gengust við tilteknum skyldum. Einnig er rétt að geta þess að á þessu stigi máls er hvati aðila til að komast að farsælu samkomulagi að jafnaði mikill og þá sérstaklega með hliðsjón af yfirvofandi fjárnámi vegna dagsekta og íþyngjandi inngrips í líf barns með aðför. Höfundi er ekki kunnugt um að málum af þessum toga hafi lokið með framangreindum hætti. Hér er vert að minnast málsforræðisreglu íslensks réttarfars en í henni felst að aðilar máls ráða yfir sakarefni, ráðstafa því og haga málsmeðferð með einhliða yfirlýsingum sínum eða gjörðum. Þó svo að um viðkvæman málaflokk sé að ræða er fátt, ef nokkuð, sem beinlínis mælir gegn því að málum sé ráðið til lykta með þessum hætti, þ.e. réttarsátt, enda er lögmætt að gera hana, efni hennar skýrt og tækt að efna hana. Óskandi væri að fleiri málum í þessum málaflokki, séu þau á annað borð komin til dómstóla, væru ráðin til lykta á þennan máta. Einstaklega mikilvægt er þó að vel sé vandað til verka við gerð slíkra réttarsátta og að efni þeirra sé skýrt þannig að um gilda aðfararheimild sé að ræða sem hægt er að fullnusta, sem og að skyldur aðila séu nákvæmlega afmarkaðar, fari svo að vanefnd beri að garði.Höfundur er lögmaður/MBA.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun