Handbolti

Viggó: Maður bætir sig hratt í Bundesligunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viggó hefur tekið miklum framförum frá því hann spilaði í Austurríki
Viggó hefur tekið miklum framförum frá því hann spilaði í Austurríki vísir/getty
„Þetta er besta deild í heimi. Ég held að það sé engin spurning. Kröfurnar eru miklar, gæðin eru mikil og það er mikil stemning á leikjum. Maður nýtir hverja sekúndu sem maður fær í Bundesligunni til að sanna sig og bæta sig og ég tel mig hafa gert það,“ segir Viggó Kristjánsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta.

Viggó færði sig um set til Þýskalands í sumar eftir að hafa leikið með West Wien í Austurríki undanfarin tvö ár. 

„Ég held að við þurfum að fá fleiri leikmenn í Bundesliguna. Þeim hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Þýska og franska deildin eru þær bestu í heimi og ég held að við þurfum að hafa sem flesta leikmenn í þeim. Ég finn það á sjálfum mér að maður bætir sig hratt,“ segir Viggó.

Viggó ræddi nánar við Gaupa og má sjá viðtalið í spilaranum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×