Körfubolti

„Það besta sem gat komið fyrir Keflavík“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflavík vann Stjörnuna, 91-103, á útivelli í Domino's deild karla á föstudaginn.

Keflvíkingar hafa unnið alla fjóra leiki sína í Domino's deildinni það sem af er tímabili. Það er ekki síst þeim Dominykas Milka og Deane Matthews að þakka.

„Þetta kombó er eins öflugt og þú færð til Íslands. Þeir vega hvorn annan upp og vega salt alveg fáránlega vel,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn.

„Deane er uppi á fjórðu hæð og spilar sinn leik þar. Svo kemur Milka með sína fótavinnu og pakkar öllum saman. Þetta er það besta sem gat komið fyrir Keflavík. Settu þessa tvo í hvaða lið sem er og það lið verður fáránlega sterkt,“ bætti Benedikt við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Pavel er eins og Rambó“

Valsmenn geta þakkað Pavel Ermonlinskij fyrir að vera komnir með sex stig í Domino's deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×