Körfubolti

„Með því besta sem ég hef séð frá honum í upphafi móts“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson lék afar vel þegar Íslandsmeistarar KR unnu Þór Þ., 78-75, í Domino's deild karla á fimmtudaginn.

„Þetta er með því besta sem ég hef séð frá honum í upphafi móts. Hann hefur spilað virkilega vel. Í þessum leik raðaði hann niður þristum, skoraði slatta af stigum og spilaði hörkuvörn á Halldór Garðar Hermannsson. Yngri iðkendur, spiliði á báðum endum vallarins. Ekki bara spá í stigunum,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Jón Arnór skoraði 17 stig gegn Þór og setti niður fimm þriggja stiga skot í sex tilraunum.

Þrátt fyrir að KR hafi unnið alla fjóra deildarleiki sína á tímabilinu eru sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á því að meistararnir eigi meira inni.

„Þetta er oft vandamál hjá leikmönnum KR, að vera tilbúnir í alla 22 leikina í deildakeppnni,“ sagði Benedikt.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×