Formúla 1

Uppgjör: Sögulegir yfirburðir Mercedes

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bottas á fleygiferð í Japan í morgun
Bottas á fleygiferð í Japan í morgun vísir/getty

Úrslitin í keppni framleiðenda í Formúlu 1 réðust í dag þegar Valtteri Bottas vann japanska kappaksturinn og tryggði þar með Mercedes sjötta heimsmeistaratitilinn í röð. Aldrei hefur sami framleiðandi unnið Formúluna tvöfalt jafnmörg ár í röð; það er bæði í keppni framleiðenda og keppni ökuþóra.

Lewis Hamilton trónir á toppnum í keppni ökuþóra og eini maðurinn sem á tölfræðilega möguleika á að ná honum er Bottas.

Finnski ökuþórinn Bottas kom fyrstur í mark í Suzuka í dag þar sem japanski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram. Hamilton hafnaði í þriðja sæti en báðir aka þeir á Mercedes.

Úrslit dagsins þýða að nú hefur Mercedes tryggt sér heimsmeistaratitilinn í keppni framleiðenda þó enn séu fjórar keppnir eftir.

Kappaksturinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í morgun og að honum loknum fóru þeir Kristján Einar og Rúnar yfir allt það helsta. Uppgjörið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 

Klippa: Formúla 1 Japan: Uppgjör

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.