Enski boltinn

María hetjan í Lundúnarslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
María, lengst til vinstri, fagnar marki.
María, lengst til vinstri, fagnar marki. vísir/getty

María Þórisdóttir tryggði Chelsea sigur gegn Arsenal er liðin mættust í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Danielle van de Donk kom Arsenal yfir í leiknum en á 57. mínútu jafnaði Beth England metin.

Stundarfjórðungi fyrir leikslok var Maríu skipt inn á og hún skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti fimm mínútum fyir leikslok.
Þetta var fyrsta snerting Maríu i leiknum en þar með stöðvaði Chelsea ellefu leikja sigurgöngu Arsenal sem byrjaði undir lok síðustu leiktíðar.

Arsenal er í 3. sæti deildarinnar með níu stig en Chelsea er með tíu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.