Enski boltinn

María hetjan í Lundúnarslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
María, lengst til vinstri, fagnar marki.
María, lengst til vinstri, fagnar marki. vísir/getty
María Þórisdóttir tryggði Chelsea sigur gegn Arsenal er liðin mættust í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.Danielle van de Donk kom Arsenal yfir í leiknum en á 57. mínútu jafnaði Beth England metin.Stundarfjórðungi fyrir leikslok var Maríu skipt inn á og hún skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti fimm mínútum fyir leikslok.

Þetta var fyrsta snerting Maríu i leiknum en þar með stöðvaði Chelsea ellefu leikja sigurgöngu Arsenal sem byrjaði undir lok síðustu leiktíðar.Arsenal er í 3. sæti deildarinnar með níu stig en Chelsea er með tíu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.