Magnús tekur við af bróður sínum sem forstjóri Kauphallarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2019 10:19 Magnús Harðarson. Nasdaq Iceland Magnús Harðarson er nýr forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, en svo segir í tilkynningu frá Nasdaq Iceland. Magnús mun hefja störf nú þegar en hann tekur við búinu af Páli Harðarsyni tvíburabróður sínumsem nýlega tók við starfi fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq. Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002 (þá Kauphöll Íslands), fyrst sem forstöðumaður viðskiptasviðs og síðar sem forstöðumaður sölu og þjónustu. Hann hefur að auki verið staðgengill forstjóra Nasdaq Iceland frá árinu 2011.Páll Harðarson tvíburabróðir Magnúsar sem nýverið færði sig til hjá Nasdaq.„Við þekkjum mjög vel til starfa Magnúsar enda höfum við fengið að njóta krafta hans í framkvæmdastjórn Nasdaq Iceland í mörg ár.“, sagði Arminta Saladziene, Vice President, Head of Post Trade Securities Services hjá Nasdaq. „Magnús hefur gríðarlega mikla þekkingu á efnahagslegu umhverfi og reynslu á fjármálamarkaði sem er nauðsynlegt veganesti fram veginn, en hann hefur gegnt stóru hlutverki í uppbyggingu verðbréfamarkaðar á Íslandi. Við erum viss um að þekking hans og hugmyndir um áframhaldandi vöxt markaðarins eigi eftir að verða verðbréfamarkaði og atvinnulífi til góðs og hlökkum til að vinna með honum áfram í nýju starfi.“ Magnús er fæddur árið 1966. Áður en hann hóf störf hjá Nasdaq Iceland, þá Kauphöll Íslands, var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í þrjú ár og þar áður starfaði hann sem efnahagslegur ráðgjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University. Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Forstjóri Kauphallarinnar í nýtt starf hjá Nasdaq Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). 6. september 2019 09:07 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Magnús Harðarson er nýr forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, en svo segir í tilkynningu frá Nasdaq Iceland. Magnús mun hefja störf nú þegar en hann tekur við búinu af Páli Harðarsyni tvíburabróður sínumsem nýlega tók við starfi fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq. Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002 (þá Kauphöll Íslands), fyrst sem forstöðumaður viðskiptasviðs og síðar sem forstöðumaður sölu og þjónustu. Hann hefur að auki verið staðgengill forstjóra Nasdaq Iceland frá árinu 2011.Páll Harðarson tvíburabróðir Magnúsar sem nýverið færði sig til hjá Nasdaq.„Við þekkjum mjög vel til starfa Magnúsar enda höfum við fengið að njóta krafta hans í framkvæmdastjórn Nasdaq Iceland í mörg ár.“, sagði Arminta Saladziene, Vice President, Head of Post Trade Securities Services hjá Nasdaq. „Magnús hefur gríðarlega mikla þekkingu á efnahagslegu umhverfi og reynslu á fjármálamarkaði sem er nauðsynlegt veganesti fram veginn, en hann hefur gegnt stóru hlutverki í uppbyggingu verðbréfamarkaðar á Íslandi. Við erum viss um að þekking hans og hugmyndir um áframhaldandi vöxt markaðarins eigi eftir að verða verðbréfamarkaði og atvinnulífi til góðs og hlökkum til að vinna með honum áfram í nýju starfi.“ Magnús er fæddur árið 1966. Áður en hann hóf störf hjá Nasdaq Iceland, þá Kauphöll Íslands, var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í þrjú ár og þar áður starfaði hann sem efnahagslegur ráðgjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University.
Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Forstjóri Kauphallarinnar í nýtt starf hjá Nasdaq Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). 6. september 2019 09:07 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar í nýtt starf hjá Nasdaq Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). 6. september 2019 09:07