Arion banki hættir að styðja Startup Reykjavík Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. október 2019 07:00 Einar Gunnar Guðmundsson stýrði Startup Reykjavík fyrir hönd Arion banka. Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36
Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20