Lífið

Segir heimabæ sinn vinsælan viðkomustað geimvera

Andri Eysteinsson skrifar
Sheen er frá velska bænum Port Talbot.
Sheen er frá velska bænum Port Talbot. Getty/Emma McIntyre
Velski leikarinn Michael Sheen, sem gert hefur garðinn frægan í kvikmyndum á borð við The Queen, Frost/Nixon auk þess að hafa leikið fjölda hlutverka á sviði, segir heimabæ sinn, Port Talbot vera vinsælan viðkomustað geimvera og að geimveran ET myndi elska bæinn. Sheen var gestur Richard Herring í einu vinsælasta hlaðvarpi Bretlands, The Leicester Square Theatre Podcast.

„Ég held að Port Talbot sé merkt á einhverju skrýtnu geimverukorti. Konan sem bjó við hliðina á mér, hún myndi aldrei búa þetta til, hún sagði okkur að einn daginn hafi hún séð fljúgandi furðuhlut svífandi yfir garðinum hjá henni,“ sagði Sheen og lýsti því yfir að fleiri íbúar bæjarins hafi svipaða sögu að segja, þar á meðal hann og faði hans.

„Ég var á leiðinni heim úr skólanum og var alveg að vera kominn heim þegar ég sá furðuleg ljós birtast við fjallið, ljósin héldu út á haf áður en þau hurfu,“ sagði Sheen áður en hann sagði að faðir hans hafi séð furðuleg ljós á lofti fyrir fimm árum síðan. „Port Talbot er einskonar miðstöð,“ sagði Sheen.

Þáttastjórnandinn Richard Herring skaut þá á Sheen og spurði hvort íbúar Port Talbot hefðu kannski bara aldrei séð þyrlu, gæti það verið útskýring?

Ekki stóð á svarinu hjá leikaranum velska sem hló og sagði að slíkt geti vel verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×