Viðskipti innlent

Metnaðarfullt markmið um aukinn hagnað Iceland Seafood er gerlegt

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi Iceland Seafood Inter­national á ellefu krónur á hlut en gengið á markaði var um tíu krónur á hlut í gær. Verðmatið er um tíu prósentum hærra en markaðsgengið var í gær.

Stjórnendur Iceland Seafood stefna á að auka hagnað fyrirtækisins fyrir skatta í 20 milljónir evra á næstu þremur til fimm árum. Til samanburðar var sá hagnaður rúmlega þrjár milljónir evra árið 2016 og tæplega 11 milljónir í fyrra.

Greinendur Hagfræðideildarinnar segja í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum að markmiðið sé metnaðarfullt en vel raunhæft. Þeir telja að markaðurinn hafi þegar tekið tillit til fyrirhugaðra hagræðingaraðgerða í gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Það þýði að markaðurinn hafi trú á fyrirætlunum stjórnendanna.

Fram kemur í verðmatinu að fiskur sé það prótein sem mest sé neytt í heiminum og að Iceland Seafood standi frammi fyrir því tækifæri að leiða sameiningar í sjávarútvegi. Ekki sé vanþörf á. Aftur á móti, í ljósi þess að viðskiptamódelið gangi út á að afla villts sjávarfangs úr náttúrunni, reksturinn kalli á mikla bindingu veltufjármuna og framlegðin sé lítil skapi þessir þættir eðli málsins samkvæmt áhættu.


Tengdar fréttir

Iceland Seafood hefur tekið stakkaskiptum

Forstjóri félagsins segir að vilji standi til að nýta gott aðgengi að fjármálamarkaðnum til að vaxa enn frekar. Víða séu tækifæri til að auka skilvirkni. Brexit skapi truflun og óhagræði. Munu greiða hluta af hagnaði í arð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.