Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2019 09:00 Björgvin ásamt félaga sínum Robert Haug hjá Skjern. Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“ Handbolti Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“
Handbolti Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira