Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2019 09:00 Björgvin ásamt félaga sínum Robert Haug hjá Skjern. Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“ Handbolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“
Handbolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira