Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2019 09:00 Björgvin ásamt félaga sínum Robert Haug hjá Skjern. Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“ Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“
Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira