Handbolti

Valskonur áfram með fullt hús

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val.
Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/daníel

Valur er enn með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir öruggan sigur á KA/Þór norðan heiða.

Valskonur tóku forystuna snemma leiks en náðu þó ekki að hrista heimakonur alveg af sér og tókst KA/Þór að komast yfir í 8-7 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Gestirnir voru þó ekki lengi að taka yfirhöndina á nýjan leik og leiddu 15-13 í hálfleik.

Valur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrði upp forystuna. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn sjö mörk 17-24.

Þaðan var ekki aftur snúið og fór Valur með þægilegan 24-32 sigur.

Sandra Erlingsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 8 mörk. Hildur Björnsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 5 mörk hvor. Hjá KA/Þór leiddi Martha Hermannsdóttir vagninn með 10 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.