Handbolti

Valskonur áfram með fullt hús

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val.
Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/daníel
Valur er enn með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir öruggan sigur á KA/Þór norðan heiða.Valskonur tóku forystuna snemma leiks en náðu þó ekki að hrista heimakonur alveg af sér og tókst KA/Þór að komast yfir í 8-7 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.Gestirnir voru þó ekki lengi að taka yfirhöndina á nýjan leik og leiddu 15-13 í hálfleik.Valur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrði upp forystuna. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn sjö mörk 17-24.Þaðan var ekki aftur snúið og fór Valur með þægilegan 24-32 sigur.Sandra Erlingsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 8 mörk. Hildur Björnsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 5 mörk hvor. Hjá KA/Þór leiddi Martha Hermannsdóttir vagninn með 10 mörk.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.