Daníel: Þetta var ljótt brot Benedikt Grétarsson skrifar 17. október 2019 22:00 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur var auðvitað ósáttur við 97-93 tap sinna manna gegn Haukum í þriðju umferð Dominosdeildar karla. Það hjálpaði svo sannarlega ekki Grindvíkingum að Björgvin Hafþór Ríkharðsson missteig sig snemma leiks eftir viðskipti sín við Flennard Whitfield, leikmann Hauka og Daníel var ekki sáttur við framgang Bandaríkjamannsins í því atviki. „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur var auðvitað ósáttur við 97-93 tap sinna manna gegn Haukum í þriðju umferð Dominosdeildar karla. Það hjálpaði svo sannarlega ekki Grindvíkingum að Björgvin Hafþór Ríkharðsson missteig sig snemma leiks eftir viðskipti sín við Flennard Whitfield, leikmann Hauka og Daníel var ekki sáttur við framgang Bandaríkjamannsins í því atviki. „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira