Handbolti

Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll í leik með íslenska landsliðinu
Björgvin Páll í leik með íslenska landsliðinu

Björvin Páll Gústavsson átti frábæran leik er danska liðið Skjern lagði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Lokatölur leiksins 27-26 þar sem Björgvin Páll varði alls 16 skot eða 45% þeirra skota sem rötuðu á markið. Þar af eitt vítakast.

Miðað við frammistöðu Björgvins í dag ætti að vera ljóst að það verður hart barist um kappann þegar hann kemur heim til Íslands í sumar.

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk í leiknum og segja má að Íslendingarnir tveir hafi spilað stóran þátt í sigri dagsins. Patrekur Jóhannesson var svo sem fyrr á hliðarlínunni en hann þjálfar Skjern.

Þegar átta umferðum er lokið í dönsku úrvalsdeildinni situr Skjern í 6. sæti deildarinnar með níu stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.