Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 14:00 IKEA á Íslandi er staðsett í Garðabæ. Vísir/vilhelm Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur. Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur.
Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45