Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum. Nú er notagildi þeirra í fjármálakerfinu að koma í ljós. NORDICPHOTOS/GETTY Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“ Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Sjá meira
Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Sjá meira