Handbolti

Teitur markahæstur í tapi Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teitur er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad.
Teitur er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad. vísir/andri marinó

Svíþjóðarmeistarar Sävehof unnu þriggja marka sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kristianstad tapaði á útivelli.

Sävehof vann 26-23 sigur á Helsingborg á heimavelli sínum eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.

Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot í marki Sävehof og var með rétt undir 30 prósenta markvörslu.

Kristianstad sótti Önnereds heim og tapaði 28-26.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Kristianstad með átta mörk, Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 og átti fjórar stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.