Viðskipti innlent

Barningur á Blikanesi

Björn Þorfinnsson skrifar
Blikanes er í Garðabæ.
Blikanes er í Garðabæ. Vísir/vilhelm
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti nauðungarsölu á glæsilegu einbýlishúsi á Arnarnesi í lok vikunnar. Húsið, Blikanes 22, er í eigu athafnamannsins Jóns Ragnarssonar í gegnum félag hans, Hótel Valhöll ehf. Kastljós fjölmiðla hefur reglulega beinst að Jóni, nú síðast fyrir nokkrum árum þegar hatrömm átök urðu í kjölfar þess að veitingastaðnum Caruso var úthýst úr fasteign í eigu Jóns.Í sumar greindi Stundin frá því að annar athafnamaður, Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, hefði selt Blikanes 22 til Hótel Valhallar ehf. fyrir 185 milljónir króna. Salan gekk í gegn rúmum mánuði áður en eignir Sigurðar Gísla voru kyrrsettar vegna umfangsmikillar rannsóknar á meintum skattalagabrotum hans. Sú kyrrsetningargerð hvílir þó enn á húsinu.Sé sagan skoðuð bendir ýmislegt til að einhvers konar fjárhagsleg bölvun hvíli á eigninni því húsið hefur ítrekað verið auglýst á nauðungarsölu undanfarna áratugi. Frá árinu 1999 hafa sex eigendur þurft að þola hamarshögg yfirvaldsins í húsakynnum sínum eða hótanir þar um. Síðustu ár hefur þó allt verið með nokkuð kyrrum kjörum en núna virðist friðurinn úti.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.