Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Friðrik Agni skrifar 8. október 2019 13:08 Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Samfélagsmiðlar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun