Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Friðrik Agni skrifar 8. október 2019 13:08 Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Samfélagsmiðlar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun