WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 23:32 Michele Ballarin mætti með fjólulbláan varalit og augnskugga á blaðamannafundinn í upphafi september. Vísir/Baldur Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú. Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið. „WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir. Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways. Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú. Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið. „WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir. Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways. Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira