Innlent

Rick Perry mættur til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag.

Þar hitti Perry fyrir Finn Beck, settan forstjóra HS Orku, en Finnur gegnir starfinu eftir að Ásgeir Margeirsson óskaði eftir því að hverfa úr starfi forstjóra eins og fram hefur komið.

Perry er á ferðalagi um Evrópu og hefur þegar heimsótt Litháen og Lettland. Hann átti upphaflega að koma til Íslands á morgun en kom degi fyrr.

Hann er á meðal ræðumanna á Arctic Circle ráðstefnunni sem hefst í Hörpu á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.