Tíska og hönnun

Ágústa Ýr tók þátt í tískusýningu Rihönnu

Sylvía Hall skrifar
Ágústa Ýr (til vinstri) deildi upplifun sinni með fylgjendum sínum á Instagram. Þar kom fram að hún hitti söngkonunna baksviðs þar sem þær féllust í faðma.
Ágústa Ýr (til vinstri) deildi upplifun sinni með fylgjendum sínum á Instagram. Þar kom fram að hún hitti söngkonunna baksviðs þar sem þær féllust í faðma. Vísir/Getty

Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu nú á dögunum. Sýningin fór fram á tískuvikunni í New York sem haldin var hátíðlega dagana 6. til 14. september.

Ágústa hefur verið búsett erlendis í þónokkur ár og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún er með rúmlega átta þúsund fylgjendur á Instagram. Hún lærði ljósmyndun við School of Visual arts í London og er á mála hjá umboðsskrifstofunni No Agency.
Mikið var lagt í tískusýninguna og komu listamenn á borð við Migos, Halsey, DJ Khaled, ASAP Ferg og Big Sean fram á sýningunni. Þar voru flíkur úr nýjustu línu söngkonunnar til sýnis, en línan ber heitið Fenty x Savage.

Sýningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta og hefur henni verið hrósað fyrir fjölbreyttar fyrirsætur en söngkonan hefur áður lagt áherslu á það að hún vilji að allar konur geti klæðst hönnun sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.