Tíska og hönnun

Ágústa Ýr tók þátt í tískusýningu Rihönnu

Sylvía Hall skrifar
Ágústa Ýr (til vinstri) deildi upplifun sinni með fylgjendum sínum á Instagram. Þar kom fram að hún hitti söngkonunna baksviðs þar sem þær féllust í faðma.
Ágústa Ýr (til vinstri) deildi upplifun sinni með fylgjendum sínum á Instagram. Þar kom fram að hún hitti söngkonunna baksviðs þar sem þær féllust í faðma. Vísir/Getty
Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu nú á dögunum. Sýningin fór fram á tískuvikunni í New York sem haldin var hátíðlega dagana 6. til 14. september.

Ágústa hefur verið búsett erlendis í þónokkur ár og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún er með rúmlega átta þúsund fylgjendur á Instagram. Hún lærði ljósmyndun við School of Visual arts í London og er á mála hjá umboðsskrifstofunni No Agency.





Mikið var lagt í tískusýninguna og komu listamenn á borð við Migos, Halsey, DJ Khaled, ASAP Ferg og Big Sean fram á sýningunni. Þar voru flíkur úr nýjustu línu söngkonunnar til sýnis, en línan ber heitið Fenty x Savage.

Sýningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta og hefur henni verið hrósað fyrir fjölbreyttar fyrirsætur en söngkonan hefur áður lagt áherslu á það að hún vilji að allar konur geti klæðst hönnun sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×