Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 21:13 Nammigrísir sjá fram á varanlega vöntun á súru og söltu koddunum, sem sjást hér á mynd. Aðsend mynd Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira