Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 08:45 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í húsakynnum Ríkissáttasemjara í aprílbyrjun. Vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00