Viðskipti innlent

Bjóða far­þegum upp á að kol­efnis­jafna flugið

Atli Ísleifsson skrifar
Sem dæmi má nefna að samkvæmt reiknivélinni á vef flugfélagsins myndi það kosta 673 krónur að kolefnisjafna flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar, og aftur til baka.
Sem dæmi má nefna að samkvæmt reiknivélinni á vef flugfélagsins myndi það kosta 673 krónur að kolefnisjafna flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar, og aftur til baka. Vísir/vilhelm

Farþegar Icelandair og Air Iceland Connect geta nú kolefnisjafnað flug sitt þegar verið að er að panta miða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Hjá Icelandair verði um að ræða sérstaka þjónustusíðu þar sem farþegar geti greitt viðbótarframlag til að jafna kolefnisfótspor sitt, en hjá Air Iceland Connect verði hægt að velja kolefnisjöfnun sem viðbótarþjónustu við bókun flugmiða. Viðskiptavinum Icelandair Cargo verður sömuleiðis gefinn möguleiki á að kolefnisjafna flutninginn.

Sem dæmi má nefna að samkvæmt reiknivélinni á vef flugfélagsins myndi það kosta 673 krónur að kolefnisjafna flug frá Keflavík og til Kaupmannahafnar, og aftur til baka. Flug til og frá New York myndi kosta 1.305 krónur að kolefnisjafna.

Félagið hefur í samstarfi við Klappir grænar lausnir reiknað út hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum losna við flug til allra áfangastaða félaganna, en framlagið mun renna til Kolviðar sem hefur umsjón með kolefnisjöfnuninni. Felst hún í að binda kolefni í gróðri og jarðvegi.

Kolviður er kolefnisjóður sem var stofnaður af Skógræktarfélagi Íslands og Landvernd og er markmið sjóðsins að auka bindingu kolefnis í jarðvegi með þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.