Viðskipti innlent

Bassaleikari bestar hjá Origo

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svavar H. Viðarsson, nýráðinn deildarstjóri hjá Origo.
Svavar H. Viðarsson, nýráðinn deildarstjóri hjá Origo. Mynd/Origo

Svavar H. Viðarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri hjá Origo. Hann leiðir teymi sem mun sinna verkefnum á borð við sjálfvirknivæðingu, gervigreind og bestun ferla, að því er segir í tilkynningu.

Svavar hefur undanfarið ár starfað sem framkvæmdastjóri stafrænna viðskipta hjá Cohn & Wolfe á Íslandi en var þar áður yfir stjórnendaráðgjöf Advania. Hann hefur þó helst starfað við verkefnastjórn og stjórnendaráðgjöf í stafrænni umbreytingu í Skandinavíu fyrir stofnanir og fyrirtæki eins og LEGO, JYSK, Coca-Cola, Santander Bank, Eika Forsikring, norska herinn og norska heilbrigðisráðuneytið.

Svavar er með BSc í verkferlahagfræði og virðiskeðjustjórnun, MSc í verkefnastjórnun og MBA gráðu. Þá hefur hann einnig lokið diplómanámi í Digital Transformation frá Boston University og í Innovation Management frá MIT.

Frítími Svavars er aðallega helgaður tónlist en hann spilar á bassa í hljómsveitinni Nostal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
19
5.209
SYN
1,31
1
50
SIMINN
1,17
2
60.300
FESTI
1,17
7
232.600
EIK
0,98
2
35.908

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-1,58
4
81.500
BRIM
-0,86
2
60.300
ARION
-0,8
15
127.392
MAREL
-0,57
16
254.028
ICESEA
-0,48
1
4.532
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.