Handbolti

Seinni bylgjan: Eftirlitsdómarinn stöðvaði leikmenn KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján stöðvar Dag.
Kristján stöðvar Dag. vísir/skjáskot
Athyglisvert atvikið átti sér stað á mikilvægu augnabliki í leik Aftureldingar og KA í Olís-deild karla á sunnudagskvöldið.

Staðan var jöfn 26-26 er Dagur Gautason leikmaður KA ætlaði að hlaupa inn á völlinn. Akureyringar voru færri og hefði hann hlaupið inn á hefðu þeir verið of margir inni á vellinum.

Kristján Halldórsson, eftirlitsmaður, sá hins vegar til þess að Dagur fór ekki inn á völlinn og því fengu KA-menn ekki auka tvær mínútur.

Atvikið var í rætt í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og spurt hvort að þetta væri hlutverkið hans Kristjáns.

„Ég myndi halda ekki. Ég held að hann eigi að fara þarna inn á og flauta svo bara og setja aðrar tvær mínútur á þetta,“ sagði Ágúst Jóhannsson og hélt áfram:

„Ég hef aldrei orðið var við það þegar það eru vitlausar skiptingar hjá mér að eftirlitsmennirnir séu að koma straujandi og stoppa þá af.“

Henry Birgir Gunnarsson, þáttarstjórnandi, fór á stúfana og útskýrði svo málið.

„Ég aflaði mér upplýsinga um þetta og þeir ættu ekki að gera þetta en þeir bæri samt að passa upp á menn. Eðlilega eru menn misvakandi.“

„Þetta er mjög góð þjónusta og það var mikið stress þarna en fyrsta umferð og við gefum þetta. Það er verið að hjálpa mönnum inn í mótið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

Innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Eftirlitsdómari skiptir sér af

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×