Lærði af mistökunum sem hún viðurkenndi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. september 2019 10:30 Sara Sturludóttir. „Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
„Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira