Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. september 2019 06:45 Íslendingar gætu séð bensínverðið hækka á næstu dögum. Fréttablaðið/GVA Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15