Körfubolti

Curry ætlar að vera með Bandaríkjunum í Tókýó 2020

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stephen Curry er eitt stærsta nafn NBA deildarinnar
Stephen Curry er eitt stærsta nafn NBA deildarinnar vísir/getty

Stephen Curry ætlar að vera hluti af bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Curry, sem hefur verið ein stærsta stjarna NBA deildarinnar síðustu ár, hefur aldrei spilað fyrir Bandaríkin á Ólypmíuleikjum en hefur tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum.

„Ólympíuleikarnir eru upplifun sem ég vil taka þátt í. Næsta sumar verður vonandi sumarið þar sem ég næ því,“ sagði Curry.

Bandaríska landsliðið varð í sjöunda sæti á HM sem fram fór í Kína á dögunum, úrslit sem þóttu mikil vonbrigði. Fyrir mótið hafði lið Bandaríkjanna unnið 58 mótsleiki í röð.

Liðið var þó án margra stórstjarna en yfir tuttugu NBA leikmenn sem höfðu sagst ætla að taka þátt á HM hættu við þátttöku.

„Við erum enn besta liðið. Ef við fáum alla leikmennina sem ættu að spila með á mótið, þá held ég að við ættum að geta orðið bestir aftur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.