Körfubolti

Sigrún Sjöfn verður áfram hjá Skallagrími

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Mynd/Skallagrímur
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika áfram með Skallagrími í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið sagði frá því á fésbókarsíðu sinni í dag að Sigrún væri búin að framlengja samning sinn við Skallagrím.

Sigrún er þrítug og Borgnesingur í húð og hár. Hún er reynslumesti leikmaður liðsins og fyrirliði og algjört lykilatriði fyrir félagið að halda henni fyrir komandi tímabil.

Sigrúnu Sjöfn var með 10,8 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en tímabilið á undan var hún með 14,4 stig, 8,7 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Sigrún hefur leikið með Haukum, KR, Hamri, Grindavík og svo Skallagrími síðan 2015. Hún hefur leikið 53 leiki með A-landsliði Íslands en Sigrún missti landsliðssætið sitt í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×