Viðskipti innlent

Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reglugerðin tekur gildi í dag.
Reglugerðin tekur gildi í dag. Vísir/Getty
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. Tollarnir eru lækkaðir eftir að rannsókn Ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara leiddi í ljós skort á vörunni á markaði. Reglugerðin tekur gildi í dag, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

Samkvæmt 65. gr. A búvörulaga telst framboð á vöru ekki nægjanlegt ef hún er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í „að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum.“

Töluvert hefur verið fjallað að undanförnu um vaxandi vinsældir blómkáls og erfiðleika innlendra framleiðenda við að anna eftirspurn. Félag atvinnurekenda (FA) fór í vikunni fram á að tollar yrðu felldir niður tafarlaust. Benti félagið á að blómkál væri tollfrjálst stærstan hluta ársins, aðeins væru lagðir tollar á það þegar íslenska framleiðslan kæmi á markað síðsumars.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×