Google greiðir sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um börn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 23:40 Joe Simons, forstjóri Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, kynnti sáttina á blaðamannafundi í Washington-borg í dag. AP/Andrew Harnik Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað. Google Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað.
Google Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira