Viðskipti innlent

14 milljarða króna eigið fé

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ólafur D. Torfason.
Ólafur D. Torfason. Fréttablaðið/GVA
ÓDT Ráðgjöf, félag í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, var með 14 milljarða í eigið fé í árslok 2018. Eignir félagsins námu 14.158 milljónum og eiginfjárhlutfallið 99 prósentum. ÓDT Ráðgjöf hagnaðist um 1.304 milljónir á síðasta ári samanborið við 323 milljónir 2017.

Langstærsta eign félagsins er ein stærsta hótelkeðja landsins, Íslandshótel, sem rekur sautján hótel um allt land, þar af sex í Reykjavík. Keðjan hagnaðist um 1.430 milljónir á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×