Vilja að flugmenn noti „negative“ í stað „not“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 11:04 Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að flugmenn notist frekar við orðið „negative“ í stað orðsins „not“ í samskiptum sínum við hvora aðra og flugumferðarstjóra. Ástæðan er sú að negative skiljist betur og byggir tillagan á atviki frá því í fyrra þegar tvær flugvélar skullu næstum því saman í lofti. Önnur flugvélin er skráð á Keili og hin er skráð á Isavia.Atvikið átti sér stað þann 26. nóvember í fyrra og var málinu lokað þann 8. ágúst síðastliðinn. Ríkisútvarpið sagði frá tillögum nefndarinnar í gærkvöldi.Flugvélarnar skullu næstum því saman þegar flugmenn þeirra beggja voru í sjónaðflugi fyrir flugbraut 13. Flugumferðarstjórinn hafði samband við flugmann flugvélar Keilis og spurði hvort hann sæi flugumferðina. „India Foxtrot Bravo, do you have traffic in sight turning final on RWY King2?“ Flugmaðurinn svaraði og sagðist ekki sjá hana: „Traffic is not in sight – India Fotrot Bravo.“ Flugumferðarstjórinn taldi sig hafa heyrt flugmann Keilis segja að hann sæi umferðina og á upptökum reyndist erfitt að greina orðið „not“. Því ráðlagði hann flugmanninum ekki frekar í bili. Þegar flugmaður flugvélar Isavia bað um leyfi til lendingar hafði hinni flugvélinni verið flogið í veg fyrir hana. Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vegna þessa máls vill RNSA beina því til flugmanna að notast frekar við „Negative“ heldur en orðið „not“. Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að flugmenn notist frekar við orðið „negative“ í stað orðsins „not“ í samskiptum sínum við hvora aðra og flugumferðarstjóra. Ástæðan er sú að negative skiljist betur og byggir tillagan á atviki frá því í fyrra þegar tvær flugvélar skullu næstum því saman í lofti. Önnur flugvélin er skráð á Keili og hin er skráð á Isavia.Atvikið átti sér stað þann 26. nóvember í fyrra og var málinu lokað þann 8. ágúst síðastliðinn. Ríkisútvarpið sagði frá tillögum nefndarinnar í gærkvöldi.Flugvélarnar skullu næstum því saman þegar flugmenn þeirra beggja voru í sjónaðflugi fyrir flugbraut 13. Flugumferðarstjórinn hafði samband við flugmann flugvélar Keilis og spurði hvort hann sæi flugumferðina. „India Foxtrot Bravo, do you have traffic in sight turning final on RWY King2?“ Flugmaðurinn svaraði og sagðist ekki sjá hana: „Traffic is not in sight – India Fotrot Bravo.“ Flugumferðarstjórinn taldi sig hafa heyrt flugmann Keilis segja að hann sæi umferðina og á upptökum reyndist erfitt að greina orðið „not“. Því ráðlagði hann flugmanninum ekki frekar í bili. Þegar flugmaður flugvélar Isavia bað um leyfi til lendingar hafði hinni flugvélinni verið flogið í veg fyrir hana. Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vegna þessa máls vill RNSA beina því til flugmanna að notast frekar við „Negative“ heldur en orðið „not“.
Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira