Innlent

Vilja að flugmenn noti „negative“ í stað „not“

Samúel Karl Ólason skrifar
Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra.
Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vísir/Vilhelm

Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að flugmenn notist frekar við orðið „negative“ í stað orðsins „not“ í samskiptum sínum við hvora aðra og flugumferðarstjóra. Ástæðan er sú að negative skiljist betur og byggir tillagan á atviki frá því í fyrra þegar tvær flugvélar skullu næstum því saman í lofti. Önnur flugvélin er skráð á Keili og hin er skráð á Isavia.

Atvikið átti sér stað þann 26. nóvember í fyrra og var málinu lokað þann 8. ágúst síðastliðinn. Ríkisútvarpið sagði frá tillögum nefndarinnar í gærkvöldi.

Flugvélarnar skullu næstum því saman þegar flugmenn þeirra beggja voru í sjónaðflugi fyrir flugbraut 13. Flugumferðarstjórinn hafði samband við flugmann flugvélar Keilis og spurði hvort hann sæi flugumferðina. „India Foxtrot Bravo, do you have traffic in sight turning final on RWY King2?“

Flugmaðurinn svaraði og sagðist ekki sjá hana: „Traffic is not in sight – India Fotrot Bravo.“

Flugumferðarstjórinn taldi sig hafa heyrt flugmann Keilis segja að hann sæi umferðina og á upptökum reyndist erfitt að greina orðið „not“. Því ráðlagði hann flugmanninum ekki frekar í bili. Þegar flugmaður flugvélar Isavia bað um leyfi til lendingar hafði hinni flugvélinni verið flogið í veg fyrir hana.

Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra.

Vegna þessa máls vill RNSA beina því til flugmanna að notast frekar við „Negative“ heldur en orðið „not“.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.