Viðskipti innlent

Ásgeir Kolbeins opnar Pünk á Hverfisgötu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ásgeir Kolbeinsson hefur lengi komið að rekstri veitinga- og skemmtistaða í miðborginni.
Ásgeir Kolbeinsson hefur lengi komið að rekstri veitinga- og skemmtistaða í miðborginni. Vísir/vilhelm

Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana.

Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar.

„Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.

Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum. Fbl/ernir

Nú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins.

Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal.

Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
3,56
16
101.332
SIMINN
1,81
36
805.977
SKEL
0,75
12
97.520
HAGA
0,72
24
278.451
HEIMA
0,72
6
7.925

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-4,97
1
7.604
ICEAIR
-2,75
111
225.763
SYN
-2,19
4
16.816
REGINN
-1,7
36
308.394
MAREL
-1,62
36
718.541
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.