Viðskipti erlent

Stefnumótaþjónusta á Facebook

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hlutabréf í Facebook hækkuðu um tvö prósent í gær.
Hlutabréf í Facebook hækkuðu um tvö prósent í gær. NordicPhotos/Getty
Samfélagsmiðillinn Facebook opnaði í gær stefnumótaþjónustu í Bandaríkjunum. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í kjölfarið um tvö prósent. Hlutabréf í Match Group, eiganda stefnumótaþjónustunnar Tinder, féllu hins vegar um sex prósent.

Samkvæmt upplýsingum frá Facebook munu notendur geta samnýtt Instagram-reikninga sína með Facebook-stefnumótaprófíl.

Þjónustan verður valkvæð fyrir notendur Facebook og mun notkunin ekki sjást á síðu notenda né í fréttaveitu. Þá geta notendur alveg ráðið því sjálfir hverjir eiga möguleika á að sjá stefnumótaprófíl sinn.

Í tilkynningu frá Facebook segir að þjónustan verði komin til Evrópulanda snemma á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×