Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 12:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Vísir/vilhelm Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00
Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45
Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30