Viðskipti innlent

FISK kaupir hlut Gildis í Brimi 

Hörður Ægisson og Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifa
Markaðsvirði útgerðarrisans er 64 milljarðar.
Markaðsvirði útgerðarrisans er 64 milljarðar.

Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða.

Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum.

Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims.

Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu.

„Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“

Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi.

„Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.