FISK kaupir hlut Gildis í Brimi Hörður Ægisson og Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. ágúst 2019 06:15 Markaðsvirði útgerðarrisans er 64 milljarðar. Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. „Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“ Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi. „Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. „Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“ Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi. „Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20