Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:14 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að svipta hulunni af því hvaða gögnum fyrirtækið safnar um notendur sína.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Facebook ætli að kynna til leiks valmöguleika á stillingarhluta síðunnar sem mun sýna hvaða forrit og vefsíður senda upplýsingar um notendur til Facebook. Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. Með þessu nýja viðmóti, sem kallast Off-Facebook Activity, gefst notendum tækifæri á að hreinsa vafrasögu sína og að koma í veg fyrir að forrit geti safnað upplýsingum um notendurna. BBC hefur eftir sérfræðingi að hann telji ekki miklar líkur á að þessi breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins til framtíðar. Notendur á Írlandi, í Suður Kóreu og Spáni verða þeir fyrstu sem munu hafa möguleika á að nota þetta nýja viðmót. Þetta útspil Facebook kemur í framhaldi af ákvörðun Apple og Mozilla að koma í veg fyrir að Facebook og aðrar veitur geti fylgst með notendum í gegnum forrit þeirra. Samkeppniseftirlit Þýskalands hafði áður beint því til Facebook að það þyrfti að takmarka verulega hvernig það safnar upplýsingum um notendur sína án upplýsts samþykkis. Facebook safnar gögnum um nethegðun notenda sinna því þeir hafa gefið leyfi fyrir því þegar þeir samþykkja notkunarskilmála fyrirtækisins. Þetta nær einnig til þeirra forrita og vefsíðna þar sem notendur hafa notað Facebook-aðganga sína til að skrá sig inn á þau. Þetta verður þess valdandi að ef notendur skoða skó á netinu, þá sjá þeir mjög líklega skóauglýsingu á Facebook skömmu síðar. Off-Facebook Activity mun gera notendum kleift að skoða ítarlega hvaða upplýsingum forrit og vefsíður safna um þá. Facebook hefur gefið út að farsímaeigendur séu með að meðaltali 80 forrit, eða öpp, í símunum sínum og noti um fjörutíu þeirra í hverjum mánuði. BBC tekur fram að þó svo að notendur frábiðji sér að upplýsingunum sé safnað um þá, þá mun Facebook ennþá gera það nafnlaust. Sem þýðir að það mun fá upplýsingar um fjölda þeirra sem til dæmis leita sér að tilteknum skóm á netinu, en ekki hverjir gerðu það. Facebook Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að svipta hulunni af því hvaða gögnum fyrirtækið safnar um notendur sína.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Facebook ætli að kynna til leiks valmöguleika á stillingarhluta síðunnar sem mun sýna hvaða forrit og vefsíður senda upplýsingar um notendur til Facebook. Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. Með þessu nýja viðmóti, sem kallast Off-Facebook Activity, gefst notendum tækifæri á að hreinsa vafrasögu sína og að koma í veg fyrir að forrit geti safnað upplýsingum um notendurna. BBC hefur eftir sérfræðingi að hann telji ekki miklar líkur á að þessi breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins til framtíðar. Notendur á Írlandi, í Suður Kóreu og Spáni verða þeir fyrstu sem munu hafa möguleika á að nota þetta nýja viðmót. Þetta útspil Facebook kemur í framhaldi af ákvörðun Apple og Mozilla að koma í veg fyrir að Facebook og aðrar veitur geti fylgst með notendum í gegnum forrit þeirra. Samkeppniseftirlit Þýskalands hafði áður beint því til Facebook að það þyrfti að takmarka verulega hvernig það safnar upplýsingum um notendur sína án upplýsts samþykkis. Facebook safnar gögnum um nethegðun notenda sinna því þeir hafa gefið leyfi fyrir því þegar þeir samþykkja notkunarskilmála fyrirtækisins. Þetta nær einnig til þeirra forrita og vefsíðna þar sem notendur hafa notað Facebook-aðganga sína til að skrá sig inn á þau. Þetta verður þess valdandi að ef notendur skoða skó á netinu, þá sjá þeir mjög líklega skóauglýsingu á Facebook skömmu síðar. Off-Facebook Activity mun gera notendum kleift að skoða ítarlega hvaða upplýsingum forrit og vefsíður safna um þá. Facebook hefur gefið út að farsímaeigendur séu með að meðaltali 80 forrit, eða öpp, í símunum sínum og noti um fjörutíu þeirra í hverjum mánuði. BBC tekur fram að þó svo að notendur frábiðji sér að upplýsingunum sé safnað um þá, þá mun Facebook ennþá gera það nafnlaust. Sem þýðir að það mun fá upplýsingar um fjölda þeirra sem til dæmis leita sér að tilteknum skóm á netinu, en ekki hverjir gerðu það.
Facebook Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00