„Margir milljarðar“ geti sparast með sameiningu banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 11:04 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan. Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan.
Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00