Viðskipti innlent

Pétur Rúnar ráðinn markaðsstjóri Borgarleikhússins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur Rúnar er með B.S. próf í sálfræði með markaðsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.
Pétur Rúnar er með B.S. próf í sálfræði með markaðsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.
Pétur Rúnar Heimisson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Borgarleikhússins og hóf störf í byrjun ágúst. Hann tók við starfinu af Maríu Hrund Marínósdóttur sem hafði gegnt starfinu síðastliðin tvö ár. 

Pétur Rúnar hefur töluverða reynslu af sviði markaðsmála. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá Nova, fyrst sem rekstrarstjóri verslana og síðar sem verkefnastjóri í markaðsdeild þar sem hann bar m.a. ábyrgð á framleiðslu og birtingu markaðsefnis og daglegum rekstri markaðsdeildar. Þá starfaði hann áður hjá auglýsingastofunum Pipar/TBWA og Hvíta húsinu. Þar fékkst hann við birtingaráðgjöf, markaðsrannsóknir, samfélagsmiðlaráðgjöf, almenna markaðsráðgjöf og verkefna- og viðskiptastjórnun.

Pétur Rúnar er með B.S. próf í sálfræði með markaðsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Unni Birnu Vilhjálmsdóttur lögmanni og eiga þau þrjú börn. Unnur starfar sem lögfræðingur og ritari stjórnar Valitor Group.

Þá var Vignir Egill Vigfússon, sem hefur starfað sem markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, skipaður kynningarstjóri og mun starfa á markaðsdeild leikhússins ásamt Pétri Rúnari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×