Golf

Stöðug spilamennska Valdísar Þóru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari í gær.
Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari í gær. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, lék annan hringinn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi, á einu höggi yfir pari.

Valdís er í 67. sæti mótsins á samtals einu höggi yfir pari.

Alls taka 353 kylfingar þátt á þessu 1. stigi úrtökumótsins. Riley Rennell frá Bandaríkjunum er efst á átta höggum undir pari.

Valdís fékk sinn eina fugl á 4. holu. Á næstu fjórum holum fékk hún tvo skolla en svo par á síðustu tíu holunum.

Skorið verður niður eftir þrjá hringi á mótinu. Á lokahringnum berjast þeir sem komust í gegnum niðurskurðinn um a.m.k. 60 stig á næsta stigi úrtökumótsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.