Golf

Stöðug spilamennska Valdísar Þóru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari í gær.
Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari í gær. vísir/getty
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, lék annan hringinn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi, á einu höggi yfir pari.Valdís er í 67. sæti mótsins á samtals einu höggi yfir pari.Alls taka 353 kylfingar þátt á þessu 1. stigi úrtökumótsins. Riley Rennell frá Bandaríkjunum er efst á átta höggum undir pari.Valdís fékk sinn eina fugl á 4. holu. Á næstu fjórum holum fékk hún tvo skolla en svo par á síðustu tíu holunum.Skorið verður niður eftir þrjá hringi á mótinu. Á lokahringnum berjast þeir sem komust í gegnum niðurskurðinn um a.m.k. 60 stig á næsta stigi úrtökumótsins.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.