Viðskipti erlent

Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin í verksmiðju Boeing þar sem MAX 8-vélarnar eru framleiddar skömmu eftir kyrrsetningu þeirra í mars á þessu ári.
Myndin er tekin í verksmiðju Boeing þar sem MAX 8-vélarnar eru framleiddar skömmu eftir kyrrsetningu þeirra í mars á þessu ári. vísir/getty

Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys.

Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru.

Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði.

Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur.

Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram.

Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur.


Tengdar fréttir

Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega

Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.