Viðskipti innlent

Hekla tapaði 31 milljón króna

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Bílaumboðið Hekla tapaði 31 milljón króna fyrir skatta árið 2018. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 175 milljónir króna fyrir skatta árið áður. Mestu munar um að fjármunagjöld jukust úr 139 milljónum króna í 351 milljón króna.

Tekjur Heklu jukust um fjögur prósent á milli ára og námu um 17 milljörðum króna. Eigið fé fyrirtækisins var 1,6 milljarðar króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 30 prósent. Skuldirnar námu 3,7 milljörðum króna. Þar af er 2,2 milljarðar króna í evrum við lánastofnun sem greiða á í ár, en viðskiptaskuldir nema um einum milljarði. Nýir bílar voru bókfærðir fyrir 2,8 milljarða við árslok og lækkaði birgðastaðan um níu prósent. Bókfært virði bíla í flutningi lækkaði úr 1,3 milljörðum króna í 432 milljónir króna.

Friðbert Friðbertsson forstjóri á helmingshlut í Heklu og Selmer Group í Danmörku, sem selur Volkswagen þar í landi, á helming.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×