Viðskipti innlent

Bein útsending: Ásgeir Jónsson útskýrir fyrstu stýrivaxtalækkun sína

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra á dögunum.
Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra á dögunum. Vísir/Stöð2
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig niður í 3,5 prósent á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Ásgeir Jónsson, glænýr seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum gera grein fyrir yfirlýsingunni, ákvörðun nefndarinnar og efni Peningamála.

Sjá einnig:Seðlabankinn lækkar stýrivexti

Fram kom í rökstuðningi peningastefnunefndar í morgun að þjóðhagsspá geri ráð fyrir 0,2 prósent samdrætti í ár, lítillega minni samdrætti en spáð var í maí.

Stafi það einkum af þróttmeiri vexti einkaneyslu auk þess sem að framlag utanríkisviðskipta væri einnig hagstæðara. Hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafi hins vegar versnað þar sem útlit er fyrir að það taki ferðaþjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins.

Horfa má á beint streymi frá rökstuðningi peningastefnunefndar hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækka í 3,5 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×