Viðskipti innlent

Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. vísir/einar

Matvælastofnun hefur veitt Fjarðalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreksfirði og Tálknafirði í samræmi um lög um fiskeldi. Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Í gær veitti MAST einnig fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi á í Patreksfirði og Tálknafirði.

Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vefsíðu stofnunarinnar þann 5. júní síðastliðinn og var frestur til að skila inn athugasemdum til 2. ágúst 2019. MAST bárust tvær athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar.

Fjarðalax sótti um rekstrarleyfi fyrir 10.700 tonnum af laxi í Patreks- og Tálknafirði.

Umsókn um rekstrarleyfi var móttekin 26. júlí 2016. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og staðfestir MAST gildistöku rekstrarleyfis Fjarðalax FE-1144 í Patreks- og Tálknafirði. Við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur rekstrarleyfi til bráðabirgða úr gildi. Leyfið var fellt úr gildi þar sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála  taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið.

Við útgáfu rekstrarleyfisins var tekið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.


Tengdar fréttir

Segja úrskurðinn mikið áfall fyrir Vestfirði

Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst sem áfalli að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax og Arctic Sea Farm um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna.

Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.