Viðskipti erlent

Tesla íhugar að opna verksmiðju í Þýskalandi

Finnur Thorlacius skrifar
Tesla Model X er ein þriggja framleiðslugerða Tesla nú um stundir.
Tesla Model X er ein þriggja framleiðslugerða Tesla nú um stundir. Vísir/EPA
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla veltir nú fyrir sér hvar fyrirtækið eigi að bera niður með nýrri samsetningarverksmiðju fyrir bíla sína í Evrópu. Helst horfir Tesla til Þýskalands og koma helst til greina svæðin Nordrhein-Westfalen og Neðra-Saxland.Tesla hefur hug á því að reisa á öðrum hvorum staðnum „Gigafactory“-verksmiðju, en fyrir eru slíkar í Bandaríkjunum og einnig er verið að reisa eina í Kína. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur látið hafa eftir sér að æskileg staðsetning væri Þýskalandsmegin við Frakkland og Benelux-löndin og í því ljósi er héraðið Nord­rhein-Westfalen líklegasti kosturinn, en það liggur einmitt að þessum löndum.Evrópa er næststærsta markaðssvæði heims fyrir rafmagnsbíla á eftir Kína og því er eðlilegt að Tesla íhugi uppsetningu samsetningarverksmiðju í álfunni. Elon Musk segir að Tesla sé í raun í keppni við tímann þar sem margir aðrir bílaframleiðendur séu langt komnir með þróun rafmagnsbíla og hann óttast að Tesla geti misst verulega hlutdeild sína til fyrirtækja eins og Mercedes-Benz, Audi, BMW og Jaguar sem eru nú þegar komin með á markað athygliverða rafmagnsbíla sem seljast vel.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.