Viðskipti erlent

Tesla íhugar að opna verksmiðju í Þýskalandi

Finnur Thorlacius skrifar
Tesla Model X er ein þriggja framleiðslugerða Tesla nú um stundir.
Tesla Model X er ein þriggja framleiðslugerða Tesla nú um stundir. Vísir/EPA

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla veltir nú fyrir sér hvar fyrirtækið eigi að bera niður með nýrri samsetningarverksmiðju fyrir bíla sína í Evrópu. Helst horfir Tesla til Þýskalands og koma helst til greina svæðin Nordrhein-Westfalen og Neðra-Saxland.

Tesla hefur hug á því að reisa á öðrum hvorum staðnum „Gigafactory“-verksmiðju, en fyrir eru slíkar í Bandaríkjunum og einnig er verið að reisa eina í Kína. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur látið hafa eftir sér að æskileg staðsetning væri Þýskalandsmegin við Frakkland og Benelux-löndin og í því ljósi er héraðið Nord­rhein-Westfalen líklegasti kosturinn, en það liggur einmitt að þessum löndum.

Evrópa er næststærsta markaðssvæði heims fyrir rafmagnsbíla á eftir Kína og því er eðlilegt að Tesla íhugi uppsetningu samsetningarverksmiðju í álfunni. Elon Musk segir að Tesla sé í raun í keppni við tímann þar sem margir aðrir bílaframleiðendur séu langt komnir með þróun rafmagnsbíla og hann óttast að Tesla geti misst verulega hlutdeild sína til fyrirtækja eins og Mercedes-Benz, Audi, BMW og Jaguar sem eru nú þegar komin með á markað athygliverða rafmagnsbíla sem seljast vel.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.