Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 09:00 HaraldurÞorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns liðs árið 2014. fréttablaðið/valli Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira